20.5.2001 0:00

Sunnudagur 20.5.2001

Hélt kl. 07.40 til Stokkhólms og þaðan til Falun í Svíþjóð, þar sem haldinn var fundur menningarmálaráðherra ESB, evrópska efnahagssvæðisins og umsækjenda um aðild að ESB um menningarmál og kröfur um aðlögun til umsóknarríkjanna. Um kvöldið fórum við í Dalhalla, sem er útióperusvið í gamalli námu og hlýddum á tónleika þar - það var þó of kalt í veðri til að njóta þess sem skyldi.