14.5.2001 0:00

Mánudagur 14.5.2001

Klukkan 10 kom alþingi saman og var þá tekið fyrir frumvarp til að binda enda á verkfall sjómanna. Klukkan 13.40 flaug ég til Egilsstaða og hélt þangað til Seyðisfjarðar á ráðstefnunan Menningarlandið, þar sem meðal annars var gengið frá samkomulagi menntamálaráðuneytisins við 16 sveitarfélög á Austurlandi um samstarf í menningarmálum. Er þetta fyrsta samkomulagið um þessi mál, sem nær til svo margra sveitarfélaga. Kom heim aftur kl. 21.30 og fór síðan niður á þing þar sem rúmlega 22.00 var greitt atvkæði um að vísa frumvarpinu vegna verkfalls sjómanna til nefndar.