5.11.2002 0:00

Þriðjudagur 5.11.2002

Klukkan 09.00 var stjórnarfundur í Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðum vantraust á Alfreð Þorsteinsson stjórnarformann vegna ótrúlegra aðferða við fundarstjórn. Klukkan 11.00 hittumst við borgarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins vegna fundar í borgarráði, sem hófst klukkan 12.00 og stóð til 16.25 en eftir hans hófst fundur í stjórnkerfisnefnd, sem stóð fram til klukkan 18.00.