22.11.2002 0:00

Föstudagur 22. 11. 2002.

Tók síðdegis þátt í umræðuþætti Hallgríms Thorsteinssonar í útvarpi Sögu með þeim Stefáni Hrafni Hagalín og Eiríki Bergmann Einarssyni. Þeir höfðu á sínum tíma stofnað Kreml.is sem vettvang fyrir hægri krata, en einmitt sama daginn og við hittumst þarna í þættinum gekk Stefán Hrafn í Sjálfstæðisflokkinn á kosningaskrifstofu minni. Fékk Eiríkur Bergmann fréttina í þann mund sem þátturinn hófst og var honum greinilega nokkuð brugðið.