Fimmtudagur 7.11.2002
Klukkan 13.30 hófst fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga að Hótel Sögu. Klukkan 17.00 var borgarstjórnarfundur og þar var einkum rætt um orkumál. R-listinn fer undan í flæmingi vegna þeirra og er greinilegt, að ekki líður öllum þar vel, þegar Alfreð Þorsteinsson flytur sínar sérkennilegu ræður.