13.11.2002 0:00

Miðvikudagur 13.11.2002

Klukkan 12.00 var haldinn eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur vegna beiðni Garðabæjar um að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Fundurinn var í svonefndu stöðvarstjórahúsi í Elliðaárdalnum, það er húsi, sem hefur verið breytt í fundar- og móttökuhús fyrir Orkuveituna.