10.11.2002 0:00

Sunnudagur 10.11.2002

Eftir að hafa verið síðdegis á kosningaskrifstofunni fór ég um kvöldið og sá nýjustu kvikmynd Clints Eastwoods í Kringlubíói. Hún heitir Blood Work á ensku, en heitið er ekki íslenskað á henni frekar en alltof mörgum öðrum kvikmyndum. Ég er hissa á því, hvað gagnrýnendur höfðu litla ánægju af myndinni.