22.10.2002 0:00

Þriðjudagur 22.10.2002

Klukkan 12.00 var borgarráðsfundur. Þar var því hafnað af Ingibjörgu Sólrúnu með minnisblaði frá borgarlögmanni að ræða um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á ljósleiðaraneti Línu.nets á vettvangi borgarstjórnar. Þá urðu nokkrar umræður um Alþjóðahúsið en þar hafa 10 milljón króna endubætur á húsnæði farið 17 milljónir fram úr áætlun!