9.2.2002 0:00

Laugardagur 9.2.2002

Klukkan 10.30 tók ég þátt í að opna nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli við Akureyri. Klukkan 14.00 tók ég þátt í að opna vefsíðu Háskólans á Akureyri á opnum degi skólans. Kominn til Reykjavíkur kl. 16.30 og fór þá í Listasafn Reykjavíkur þar sem verið var að opna sýningu á byggingarsögu Breiðholtsins, sem Bjarni Benedikt sonur minn tók þátt í að hanna.