Fimmtudagur 17.1.2002
Klukkan 13.00 flutti ég ræðu um símenntunarmál á fundi trúnaðarmanna innan Starfsmannafélags ríkisstofnana að Grettisgötu 89. Klukkan 16.00 var árlegur samráðsfundur menntamálaráðuneytisins og stjórnar Bandalags íslenskra listamanna og héldum við hann að þessu sinni í Iðnó. Þennan dag birtist skoðanakönnun DV, sem sýndi, að 54% Reykvíkinga töldu mig sigurstranglegasta frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum og kallaði þetta á mörg viðtöl við fjölmiðla.