15.1.2002 0:00

Þriðjudagur 15.1.2002

Klukkan 15.00 flutti ég ávarp við slit Stóriðjuskólans í álverinu í Straumsvík og tilkynnti að nám í honum væri metið til 24 eininga á framhaldsskólastigi. Klukkan 17.00 opnaði ég vefsíðu Leikminjasafns Íslands við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins, þar sem þess var minnst, að 100 ár voru liðin frá fæðingu Vals Gíslasonar leikara. Klukkan 20.00 fór ég í Salinn í Kópavogi og hlýddi á kínverska kikmyndahljómsveit.