Mánudagur 21.1.2002
Í hádeginu fór ég í heimsókn á Morgunblaðið og átti þar fundi með ritstjórnendum og starfsmönnum blaðsins. Klukkan 16.00 fór ég í upptökur vegna sjónvarpsþáttaraða um upplýsingatæknina. Klukkan 20.00 fór ég á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur undir stjórn Vladimirs Ashkenazys, sem einnig lék einleik á píanó en tónleikarnir voru í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ.