Laugardagur 19.1.2002
Flaug til Akureyrar klukkan 14.00 og var þar við upphaf myndlistarsýningar í Listasafni Akureyrar, fór síðan í Atvinnulífsskólann að Öngulsstöðum og ræddi þar við nemendur á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. Klukkan 20.30 var ég í Laugarborg og tók þátt í hátíðarathöfn í tilefni af því, að félagsheimilið var formlega opnað sem tónlistarhús.