3.4.2003 0:00

Fimmtudagur, 03. 04. 03.

Fundur í borgarstjórn Reykjavíkur frá klukkan 14.00 til 21,30. Er með ólíkikindum hvað þessir fundir dragast á langinn en umræðurnar eru ekki alltaf markvissar, því að form fundanna veldur því, að menn hlaupa gjjarnan úr einu í annað. Mér þótti merkilegast á þessum fundi, að í ljós kom, að ekki hefði verið staðið við lagaskyldur um gerð stefnu og framkvæmdaáætlunar fyrir kjörtímabilið í barnaverndarmálum, en allt er komið í óefni í þeim málum við núverandi skipulag. Á hinn bóginn hef ég ekki orðið var við að neinn fjölmiðlill veki athygli á þessu sleifarlagi af hálfu R-listans í þessum mikilvæga málaflokki.