12.4.2003 0:00

Laugardagur, 12. 04. 03.

Alþjóðlegi qi gong dagurinn. Við héldum hann hátíðlegan með því að hittast til æfinga klukkan 10.00 í sólríku góðviðri að Kjarvalsstöðum ásamt með iðkendum taj chi. Vorum þar við æfingar í tvo tíma úti og inni.

Fór klukkan 13.00 í Öskjuhlíðina, þar sem var páskaeggjaleit á vegum hverfafélaganna í Hlíða- og Holtahverfi og Nes- og Melahverfi.

Var klukkan 15.00 við opnun kosningaskrifstofu Heimdallar, Vesturbæjar-, Miðbæjar- og Norðurmýrarhverfis í gamla húsi Hressó við Austurstræti.

Sótti aðalfund Árvakurs hf. klukkan 17.00.