9.4.2003 0:00

Miðvikudagur, 09. 04. 03

Fór í útvarpsumræður á dægurmálaútvarpinu hjá Lísu Páls með Þórunni Sigurðardóttur stjórnanda Listahátíðar og Hávari Sigurjónssyni blaðamanni um menningarhús. Varð undrandi á því, hve umræðan átti að verða á gömlum nótum, því að hún hófst eins og ekkert hefði verið rætt um málið í þau fjögur ár, sem það hefur verið á dagskrá.

 

Klukkan 16.20 var ég í Þjóðmenningarhúsinu þegar Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, afhenti Davíð Oddssyni stjórnarskrána frá 1874.