6.9.1996 0:00

Föstudagur 6.9.1996

Síðdegis föstudaginn 6. september sátum við síðan 20 ára afmælishátíð félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Að morgni föstudagsins rammaði ég ríkisstjórnarfund inn með viðtali við Andreu Willi, utanríkisráðherra Liechtenstein, sem einnig fer með menningarmál í landi sínu, klukkan 9 og fulltrúa frá Hamborg klukkan 11.30, en þeir hafa verið hér í boði menntamálaráðuneytisins til að undirbúa kynningu á íslenskri barnamenningu í heimaborg sinni haustið 1997.