14.1.2024 10:24

Enn gýs á Reykjanesi

Það var magnað að sjá menn á hlaupum við hraunjaðarinn í nýja eldgosinu á Reykjanesi um klukkan 09.40 sunnudagsins 14. janúar til að bjarga stórvirku vinnuvélum.

Það var magnað að sjá menn á hlaupum við hraunjaðarinn í nýja eldgosinu á Reykjanesi um klukkan 09.40 sunnudagsins 14. janúar til að bjarga stórvirku vinnuvélunum sem voru notaðar til að gera varnargarðinn fyrir ofan Grindavík. Tækjunum var ekið á brott og mátti sjá ljós þeirra þegar þeim var ekið á brott frá glóandi hrauninu sem stefndi í átt að Grindavík.

Í fréttum sagði að allar stærstu og mikilvægustu vinnuvélar landsins væru á staðnum.

Ég tók nokkrar myndir af sjónvarpsskjánum og fylgja þær hér með.

IMG_9228IMG_9216

Þarna má sjá stóru gröfurnar að því er virðist við hraun jaðarinn.
IMG_9221

Ljósin sýna að tækin eru komin af stað frá hrauninu. Þarna sést líka röð af stórum bílum sem fluttu jarðefni í varnargarðana.
IMG_9222IMG_9226Síðar var flutningabílunum ekið á brott.

Jarðskjálftahrina hófst við Sundhnúksgíga á Reykjanesi rétt fyrir kl. 3 aðfaranótt 14. janúar þegar hátt í 200 jarðskjálftar voru mældir á svæðinu. Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan á Suðurnesjum rýmdi. Hótelgestir sem gistu á Svartsengissvæðinu yfirgáfu svæðið og hefur fjöldahjálparstöð var opnuð um nóttina í Efstaleiti 9 í Reykjavík. Eldgos hófst klukkan 7:57.

Í þann sama mund var ég á leið inn í Laugardalslaugina og hafði synt 100 m þegar sundkona kom í laugina og sagði mér að gos hefði hafist skammt frá utan varnargarða við Grindavík. Síðar kom í ljós að hraunið rann sitt hvoru megin við garðana og í áttina að bænum.