Miðvikudagur, 23. 03. 05.
Var með viðtöl fyrir hádegi eins og venjulega á miðvikudögum, en það hefur enginn biðlisti myndast hjá mér í ráðuneytinu. Það kemur meira að segja fyrir, að fólk kvartar undan því að hafa komið fyrr en það ætlaði og þess vegna kannski ekki getað undirbúið sig eins og það ætlaði.
10. fundur Evrópunefndar var í hádeginu.
Hélt austur í Fljótshlíð síðdegis til að halda páskahátíðina.