25.3.2005
19:29
Föstudagur, 25. 03. 05.
Þessi föstudagurinn langi var rólegri en sami dagur í fyrra, þegar Rut hafði ekki stundlegan frið fyrir blaðamönnum, sem hringdu vegna ummæla minna um niðurstöðu kæurnefndar jafnréttismála. Nú fékk ég eitt tölvubréf frá Fréttablaðinu vegna styrks ráðuneytisins til Mannréttindaskrifstofu Íslands en stjórnarformaður hennar kvartar undan þeim verkefnum sem ráðuneytið styrkir. Ég hef aldrei kynnst því, að gagnrýnt sé, að veittur sé styrkur á grundvelli umsóknar og talið, að styrkja hefði átt eitthvað annað en nefnt er sérstaklega í umsókn.