Þriðjudagur, 22. 03. 05.
Á fundi ríkisstjórnar fyrir hádegi voru lögin um ríkisborgararétt Fischers lögð fram til að unnt yrði fyrir mig að gera um það tillögu til handhafa forsetavalds, að þau yrðu staðfest.
Eftir ríkisstjórnarfundinn ritaði ég undir tillöguna og var hún síðan staðfest af handhöfunum og lögin birtust í Stjórnartíðindum. Þá skrifaði ég undir ríkisborgarabréfið fyrir Fischer og var utanríkisráðuneytinu tilkynnt um það auk þess sem gengið var frá því, að útlendingastofnun gengi frá vegabréfi fyrir hann og afhenti utanríkisráðuneytinu.