18.3.2005 21:45

Föstudagur, 18. 03. 05.

Sat ráðherrafundinn fram að hádegi en átti þá einkafund með dómsmálaráðherra Póllands.

Hélt af stað frá Varsjá klukkan 16.05 og var kominn 17. 30 til Kastrup. Þaðan átti Icelandair vélin að fara klukkan 20.15 en brottför tafðis vegna þess, að flugvél hafði farið með nefhjólið í skurð og komst hvorki land né strönd. Hún var á leið til Malaga með fólk í páskafrí, en það mátti allt yfirgefa vélina.

Heimflugið tók um þrjá og hálfan tíma vegna mikils mótvinds, flugum við sunnar en venjulega eða yfir Aberdeen. Vélin var tvo tíma og tíu mínútur út og sagði flugmaðurinn, að þá hefði hún farið 300 km hraðar yfir jörðina en á leiðinni heim.