24.2.2024 18:14

Laugardagur í London

Mikill mannfjöldi var í miðborg London síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Hér eru myndir frá útifundi á Trafalgar-torgi til stuðnings Úkraínumönnum. 

Ögmundur Jónasson segir frá því í pistli í Morgunblaðinu í dag (24. febrúar) að komið hafi á óvart þegar stigið var um borð Icelandair-vél á dögunum, að hjón fengu ekki þau sæti sem þau höfðu bókað á ferð til Parísar. Þau fengu ekki einu sinni að sitja hlið við hlið.

Það var ekki svo langt gengið í morgun þegar stigið var um borð í Icelandair-vélina á leið til Heathrow-vallar í London. Á hinn bóginn fengu ekki allir sætin sem þeir höfðu bókað af kostgæfni fyrir nokkrum mánuðum og fest sér endanlega með innritun í gær. Skýringin var: „Það var skipt um vél.“

Gott og vel, allt sem farþegar gera nú í samskiptum við flugfélagið fer fram á netinu. Á flugvellinum eru starfsmenn Icelandair til leiðbeiningar um notkun á innritunarbúnaði þar sem gervigreindin vinnur úr öllu sem farþeginn miðlar til hennar. Það sem upp á vantar er hins vegar að láta farþegann vita rafrænt að skipt hafi verið um flugvél og gefa honum færi á viðbrögðum sé á annað borð svigrúm til þess. Hann sættir sig betur við orðinn hlut sé þetta gert, hvernig væri að setja þetta inn í „verklagsreglur“ gervigreindarinnar.

Samkeppni í flugi frá Keflavík til London er mikil. Atriði eins og það að farþegar viti ekki hvar þeim er leyft að sitja fyrr en þeir hafa engan annan kost en að fara að fyrirmælum kunna að ráða því hvaða flugfélag menn velja.

Mikill mannfjöldi var í miðborg London síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Hér eru myndir frá útifundi á Trafalgar-torgi til stuðnings Úkraínumönnum þegar rétt tvö ár eru liðin frá því Vladimir Pútin sigaði rússneska hernum á þá.

IMG_9386IMG_9389IMG_9391IMG_9393IMG_9384Það var gott að koma í kryptuna undir St. Martin in the Fields kirkjunni við Trafalgar-torg  og fá sér heitt að drekka eftiur veruna úti í vetrarkulinu.