27.2.2024 14:23

Rætt um norðurslóðir í London

Af þátttöku í málstofunni mátti ráða að hún vakti áhuga meðal þeirra sem láta sig þetta málefni varða. Heimamenn þökkuðu sendiherranum framtakið og töldu það tímabært.

Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, stofnaði til samstarfs við bresku hugveituna RUSI og boðaði til málstofu í höfuðstöðvum hennar í  London að morgni þriðjudags 27. febrúar. Heiti málstofunnar var langt: Current Strategic prospects in the High North – Geostrategic Permanence: Iceland in the Second World War/Cold War and the new High North.

Karin von Kippel, forstjóri RUSI, bauð gesti velkomna.

IMG_9461Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ræðu í höfuðstöðvum RUSI, Royal United Services Institute í London.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti setningarrræðuna en auk sendiherrans fluttum við Friðþór Eydal erindi, hann um tímann frá hernámi Breta til brottfarar varnarliðsins árið 2006 og ég um stöðuna um þessar mundir, erindi mitt má lesa hér.

Af þátttöku í málstofunni mátti ráða að hún vakti áhuga meðal þeirra sem láta sig þetta málefni varða.  Heimamenn þökkuðu sendiherranum framtakið og töldu það tímabært.

Af hálfu Breta töluðu: David Reynolds, fyrrv. prófessor í alþjóðasögu, Cambridge-háskóla, um 10. maí 1940, hernám Breta á Íslandi og skipun Winstons Churchills í embætti forsætisráðherra Breta sama dag. Barónessa Smith frá Newnham,  Julie Smith, prófessor í evrópskum stjórnmálum og alþjóðamálum við Cambridge-háskóla um viðhorf Breta til Norðurslóða,  David Filtness sjóliðsforingi um hernðarlegu stöðuna á norðurslóðum og fyrrv. yfirmaður breska flughersins, Stuart William Peach, barón Peach, um meginstrauma og stefnu NATO. Alan Mallinson, fyrrv. herforingi og rithöfundur, stjórnaði málstofunni.


´