1.3.2002 0:00

Föstudagur 1.3.2002

Klukkan 07.30 var ég í viðtali í mirgunþætti Rásar 2. Klukkan 09.30 hófst síðasti ríkisstjórnarfundur minn. Klukkan 13.00 flutti ég síðustu opinberu ræðu mína sem menntamálaráðherra, þegar ég setti ráðstefnuna UT2002. Klukkan 13.30 kom þingflokkur sjálfstæðismanna saman og þar var einróma samþykkt tillaga forsætisráðherra um að Tómas Ingi Olrich yrði eftirmaður minn sem menntamálaráðherra. Klukkan 16.00 kvaddi ég samstarfsfólk mitt í menntamálaráðuneytinu með freyðivíni og tertu á efstu hæðinni í ráðuneytinu.