27.11.2022 11:01

Litlahlíð, 3,5 milljarðar

Allt bendir til þess að engum fjármunum vegna þessara miklu framkvæmda við Litluhlíð hafi átt að ráðstafa að til að auðvelda notkun þeirra.

Það kom fram í athugasemd við færslu á FB-síðu minni að framkvæmdir við að setja göng undir Litluhlíð á milli Eskitorgs og Bústaðavegar hefðu kostað 3,5 milljarða króna. Hér skal ekki tekin afstaða til þess hvort kostnaðartalan sé rétt. Ef svo er bera útgöldin vott um hve hátt á forgangsröð stjórnenda Reykjavíkurborgar er að bæta aðstöðu fyrir þá sem ekki nota bifreiðar til að komast á milli staða.

Hér birtast nokkrar myndir sem tengjast þessum framkvæmdum.

IMG_5266Þessi mynd er tekin 19. júlí 2022. Þarna sést að samhliða því sem lögð voru göng undir Litluhlíð voru steyptar tröppur upp að Bústaðavegi sem eru væntanlega fyrir þá sem vilja fara þessa leið til að komast í Perluna. Enginn vegvísir er þó við tröppurnar og ekki heldur við leiðina til hægri sem er niður að Eskitorgi.

IMG_5284Svona voru aðstæður 30. júlí 2022.

IMG_6078Þessi mynd er tekin í Skógarhlíðinni sem er fyrir vestan eða neðan Litluhlíð og lokuð í báða enda fyrir bílaumferð. Slökkvilið og sjúkrabílar eru við Skógarhlíð.  Við Flugvallarveg sem tengir Skógarhlíð við Bústaðaveg er gönguleið upp að blokkinni og meðfram henni að Eskihlíð og þaðan um Reykjahlíð í áttina að gönguljósum yfir Miklubraut. Þetta er í raun einfaldasta leiðin fyrir gangandi vegfarendur á leið í miðborgina. Engar merkingar eða leiðbeiningar eru þarna.

IMG_6080Þetta er Flugvallarvegurinn í  átt að Búðastaðavegi. Þar eru undirgöng fyrir gangandi og hjólandi þegar komið er út úr þeim eru tröppur á vinstri hönd upp að Flugvallarvegi. Umferð um hann er ljósastýrð og handan hans er greið leið upp að Perlu, upplýst og upphituð en þar er ekki frekar en annars staðar um neinar merkingar að ræða.

IMG_5290Þeir sem ganga niður Skógarhlíðina frá Flugvallarvegi og ætla í miðborgina lenda margir í hremmingum við miklu gatnamótin þar sem áður var Miklatorg. Girðingar loka leiðum yfir Miklubraut. Sumir troða sér yfir brúna að austan verðu. Eins og áður sagði er auðveldasta leiðin beint frá Flugvallarvegi yfir í Eskihlíð og þaðan að Miklubraut – en leiðin er ómerkt eins og allar aðrar leiðir á þessu svæði.

IMG_5287Hér er dæmi um ómerktar leiðir þegar komið er í Öskjuhlíðina, eftir báðum er að vísu unnt að komast upp í Perlu, einn vinsælasta áfangastað ferðamanna í Reykjavík.

Allt bendir til þess að engum fjármunum vegna þessara miklu framkvæmda við Litluhlíð hafi átt að ráðstafa að til að auðvelda notkun þeirra með leiðbeiningaskiltum.