26.11.2022 7:55

Flogið heim

Tímasetning erfiðra ákvarðana getur verið flókin

Það gerðist oft á alþingi að afgreitt mál í nefnd í góðri sátt að því er virtist á morgunfundi breyttist í ágreininingsmál eftir hádegi í þingsalnum vegna þess að birst hafði frétt í hádeginu sem gjörbreytti aðstæðum eins og málshefjendur sögðu. Oftast var um hreinan fyrirslátt að ræða en umræðurnar gátu kallað á stutta frétt í fjölmiðlum.

Auðvitað er hækkun stýrivaxta ekkert smámál og erfið ákvörðun þegar kjaraviðræður eru á viðkvæmu stigi. Sé hins vegar þörf fyrir slíka hækkun að mati þeirra sem um þau mál sýsla virðist heiðarlegast að taka hana þegar hennar er þörf en ekki bíða þar til eftir að kjaraviðræðum lýkur og sitja þá undir ásökunum um að koma í bakið á samningsaðilum.

Annars stangast það á við sveitasælun hér í Sussex að velta þessu fyrir sér og skal því látið staðar numið og haldið til heimferðar um Gatwick flugvöll.

Myndin sem fylgir sýnir sauðfé á beit í túni fundarstaðarins en mynd af kvöldverðarsal í honum fylgir.

IMG_6189IMG_6206_1669449264664