22.11.2001 0:00

Fimmtudagur 22.11.2001

Klukkan 10.30 var ég ræðu í Hótel Örk, Hveragerði, og flutti við upphaf ársfundar Náttúrufræðistofnunar Íslands um Náttúruminjasafn Íslands. Klukkan 12.00 var ég í Borgartúni 6 og flutti ávarp á ráðstefnu um æskulýðsmál. Klukkan 16.30 vorum við Jóhanna María í Reykholti í Borgarfirði og flutti ég ræðu á samstarfsfundi með skólameisturum framhaldsskólanna - komst ekki heim um kvöldmatarleytið, vegna þess hve hvasst var undir Hafnarfjalli, en það lægði síðar um kvöldið og vorum við komin til Reykjavíkur upp úr miðnætti.