Föstudagur 23.11.2001
Klukkan 15.00 veitti ég Evrópumerkið við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu, en það er veitt fyrir góð kennsluverkefni á sviði tungumáli, og að þessu sinni fengu það tveir kennarar í Menntaskólanum í Kópavigi fyrir dönskukennslu í tölvum. Klukkan 16.15 var ég í tónlistarhúsinu Ými og tók þátt í því, þegar Mentor opnaði fjölskylduvef til að auka samstarf heimila og skóla.