9.11.2001 0:00

Föstudagur 9.11.2001

Klukkan 09.00 flutti ég setningarræðu við upphaf málþings um einelti, sem menntamálaráðuneytið hélt í Borgartúni 6. Klukkan 14.30 sótti ég fund hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi á Akranesi og ræddi þar um menntamál. Klukkan 19.30 tók ég þátt í Kastljósi ríkissjónvarpsins með Margréti Vilhjálmsdóttur leikkonu og Ólafi H. Torfasyni, sem meðal annars er sérfróður um kvikmyndir. Klukkan 20.10 setti ég Kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem að þessu sinni hófst í Laugarásbíói.