21.3.2017 15:47

Stofnfundur fjölmiðlafélags án ljósmyndara

Á stofnfundi Frjálsrar fjölmiðlunar og aðdraganda hans skráðu um 800 manns sig sem stofnfélaga og fyrir um 10,5 milljón króna framlagi á þessu ári til styrktar frjálsri og óháðri fjölmiðlun,“ sagði á vefsíðu Fréttatímans fimmtudaginn 16. mars og var með „stofnfundinum“ vísað til samkomu sem átti að halda í Háskólabíói laugardaginn 11. mars. Engin mynd er birt af samkomunni heldur af hljómsveit á palli. „Þetta er framar vonum enda eru aðeins fáeinar vikur síðan við kynntum þetta verkefni,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, útgefandi Fréttatímans.

Á stofnfundi Frjálsrar fjölmiðlunar og aðdraganda hans skráðu um 800 manns sig sem stofnfélaga og fyrir um 10,5 milljón króna framlagi á þessu ári til styrktar frjálsri og óháðri fjölmiðlun,“ sagði á vefsíðu Fréttatímans fimmtudaginn 16. mars og var með „stofnfundinum“ vísað til samkomu sem átti að halda í Háskólabíói laugardaginn 12. mars. Engin mynd er birt af samkomunni heldur af hljómsveit á palli. „Þetta er framar vonum enda eru aðeins fáeinar vikur síðan við kynntum þetta verkefni,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, útgefandi Fréttatímans.

Fyrirfram var dagskráin í bíóinu kynnt á þennan hátt:

„Við stofnun Frjálsrar fjölmiðlunar verður efnt til fagnaðar þar sem fjölmargir listamenn halda uppi stemningu.

Meðal þeirra sem fram koma eru:

Baggalútur

Gunnar Þórðar og Magga Stína

Hundrað kvenna kór undir stjórn Möggu Pálma

Ellen Kristjánsdóttir

Tripolia

Gísli Pálmi

Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta

Þorsteinn Einarsson úr Hjálmum

Einar Már Guðmundsson og Linda Vilhjálmsdóttir

Ragnheiður Gröndal

Egill Ólafsson

Svavar Knútur og Pétur Ben

Eyþór Gunnarsson

Guðmundur Pétursson

Andri Ólafsson

og Einar Scheving

Húsið opnar klukkan 15:00 og verður boðið upp á léttar veitingar í anddyrinu.

Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00.“

Í sjónvarpsfréttum frá samkomunni var aðeins sýnt úr anddyri Háskólabíós þar sem fáeinir einstaklingar sneru baki í myndatökumanninn og Gunnar Smári sat einn við skrifborð við inngöngudyr í bíóið.  

Á næstu vikum ætlar stjórn og fulltrúaráð Frjálsrar fjölmiðlunar móta starfsemina frekar og efla umræðu um mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar í samfélaginu.

Fábrotnar fréttir Fréttatímans og annarra miðla eftir þennan viðburð í fjölmiðlasögunni vekja fleiri spurningar en svör. Fréttatíminn kemur að líkindum að nýju út í þessari viku. Æskilegt væri að þar birtust fleiri myndir og meiri upplýsingar um þessa nýju fjöldahreyfingu að baki blaðinu og frjálsri fjölmiðlun.