3.12.2004
22:13
Föstudagur, 03. 12. 04.
Lokafundardagur ATA-þingsins og sat ég það fram undir hádegi, þegar ég fór til höfuðstöðva Karmelreglunnar í Róm og hitti Friar Karol við basilíku heilags Pancrazio. Eftir að hafa snætt hádegisverð með honum og kynnt okkur aðstæður þarna ókum við til Montevirgio og heimsóttum Karmel-munkaklaustur þar.