Laugardagur 01. 02. 14
Í dag eru 10 ár frá því að 100 ára afmælis Stjórnarráðs Íslands var minnst. Þá var haldinn sögulegur ríkisráðsfundur sem má lesa um hér.
Þessi fundur dró dilk á eftir sér, sjá hér.
Í bók minni Rosabaugi yfir Íslandi er farið nánar í saumana á þessum atburðum. Þeir höfðu áhrif á andstöðu Ólafs Ragnars Grímssonar við fjölmiðlalögin, fyrstu lögin sem hann synjaði fimm mánuðum síðar.
Hinn 1. febrúar 2009, myndaði Jóhanna Sigurðardóttir minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna. Má lesa um það hér.
Jóhanna og ríkisstjórn hennar unnu mikið tjón á stjórnarráðinu með breytingum á stjórnarráðslögunum og stækkun ráðuneytanna.
Skrif DV um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bera glögg merki um pólitískar ofsóknir. Þau minna á hvernig blaðið hundelti Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fram að kosningunum í apríl 2013. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins en Hanna Birna varaformaður. Markmið skrifanna er að sverta forystumenn Sjálfstæðisflokksins. DV tókst ekki að knésetja Bjarna. Nú á að leika Hönnu Birnu eins grátt og kostur er. Það fjarar undan tilefni ásakana DV í garð innanríkisráðherra, óhróðurinn öðlast hins vegar eigið líf. Síðan kasta athugasemdasnillingar DV sprekum á eldinn til viðhalda honum.