9.2.2017 18:30

Fimmtudagur 09. 02. 17

Samtal mitt við Egil Bjarnason blaðamann á ÍNN miðvikudaginn 8. febrúar er komið á netið og má sjá það hér. 

Í hádeginu í dag efndi Varðberg til fjölmenns hádegisfundar með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Norræna húsinu þar sem hann ræddi þjóðaröryggisráð og nýjar aðstæður í alþjóðamálum. Fundurinn var sendur út á metinu og má sjá hann hér.

Eiður Svanberg Guðnason var jarðsettur í dag en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 30. janúar. Fjölmenni var við athöfnina í Hallgrímskirkju, sr. Hjálmar Jónsson jarðsöng. Ég skrifaði minningargrein í Morgunblaðið og má lesa hana hér.