26.7.2014 19:00

Laugardagur 26. 07. 14

Í dag flutti ég ræðu við upphaf athafnar í Snorrastofu í Reykholti í tilefni af 200 ára afmæli norsku stjórnarskrárinnar, sjá hér. Málþingið um Snorra Sturluson og norsku stjórnarskrána frá 1814 var vel heppnað með þátttöku Olemics Thommessens, forseta Stórþings Noregs, og Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis Íslendinga.

Mikið er enn órannsakað vilji menn kynna sér áhrif Snorra Sturlusonar á heimsmenninguna. Hinn mikli áhugi Norðmanna og náin tengsl sem þróast hafa við þá vegna Snorra eru aðeins vísbending um hvernig nýta má menningarafrekin í Reykholti í tíð hans til að styrkja ímynd Íslands og íslenskrar menningar á heimsvísu.