13.7.2012 23:50

Föstudagur 13. 07. 12

Umferðin um Hvolsvöll eykst í réttu hlutfalli við fjöldann sem fer með Herjólfi til og frá Vestmannaeyjum. Þá geyma margir bílana sína á Hvolsvelli og fara með rútu inn í Þórsmörk. Umsvifin í Kjarvali margaldast yfir sumarmánuðina og biðraðir eru við kassana. Fjöldi fólks dvelst í húsbílum eða tjaldvögnum við Langbrók eða á Hellishólum í Fljótshlíðinni.

Nú hef ég sett greinar mínar um makríldeiluna hér inn á síðuna. Þær eru fjórar og má sjá þær hér, /greinar//nr/6375, hér /greinar//nr/6376 , hér /greinar//nr/6377 og hér /greinar//nr/6378 .