24.10.2011

Mánudagur 24. 10. 11

Í dag ritaði ég fjórða pistil minn hér á síðuna frá Brussel. Því skýrari sem ágreiningurinn innan ESB verður milli Þjóðverja og Frakka og milli evru-ríkjanna 17 og ekki-evru-ríkjanna 10 þeim mun undanlegri verður ákefð Jóhönnu Sigurðardóttur og Samfylkingarinnar í að setja því tímamörk hvenær viðræðum við ESB ljúki. Engu er líkara en henni sé sama um innihaldið enda helgi tilgangurinn meðalið.

Lítilþægni vinstri-grænna á þessari vegferð er meiri en menn hafa áður kynnst. Allt er þetta til þess eins af þeirra hálfu að geta setið áfram í ráðherrastólunum.

Stjórn Bankasýslu ríkisins sýnir ekki sömu lítilþægni og vinstri-grænir í ríkisstjórn þegar hún ákveður að segja af sér vegna andmæla við að Páll Magnússon var ráðinn forstjóri bankasýslunnar. Ríkisstjórn sem situr eftir að hafa tapað í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og staðið að einum ógildum stjórnlagaþingskosningum fyrir utan allt annað á auðvitað að neita að taka við afsögn stjórnar Bankasýslu ríkisins og segja í staðinn sjálf af sér.