28.3.2011

Mánudagur 28. 03. 11.

Ég vek athygli á vefsíðunni Vardberg.is, það er nýrri vefsíðu Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, sem er að komast í loftið stig af stigi. Þar er unnt að fylgjast með því sem er að gerast í starfi félagsins auk þess að skrá sig í félagið eða setja sig á póstlista þess. Þá vek ég athygli á því að Varðberg sendir ekki lengur út fundarboð í venjulegum pósti heldur aðeins til þeirra sem skrá sig á póstlistann á síðunni.

Í dag skrifaði ég pistil í tilefni af því að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður annars stjórnarflokksins, sagði á þingi að hann hefði ekki vitað að ríkisstjórnin ætlaði að samþykkja að NATO tæki að sér stjórn hernaðaraðgerða í Líbýu.

Í hádeginu var ég í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og kynnti qi gong stuttlega fyrir kennurum og nemendum.