12.9.2010

Sunnudagur, 12. 09. 10.

Ók með Klaus Naumann og Barböru, konu hans, í Skálholt, þar sem Kristinn Ólason, rektor, sagði okkur sögu staðarins. Síðan ætluðum við að Geysi og Gullfossi. Rigndi svo mikið, að við snerum við á Geysi. Það stytti hins vegar upp á Þingvöllum, á meðan við dvöldumst þar.

Eftir heimkomu skrifaði ég pistil í tilefni af ákæru fyrir landsdóm.