7.3.2009 22:32

Laugardagur, 07. 03. 09.

Björgvin G. Sigurðsson sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi og segist ekki sist þakka það, að hann sagði af sér embætti viðskiptaráðherra að morgni sunnudagsins 25. janúar. Það var sama dag og þau Ingibjörg Sólrún og Össur settu Geir H. Haarde þann kost, að hann yrði að hætta sem forsætisráðherra til að Samfylkingin yrði áfram í ríkisstjórn. Geir baðst lausnar daginn eftir og ríkisstjórnin lét af störfum sunnudaginn 1. febrúar og Björgvin G. með okkur hinum, af þvi að ekki var unnt að verða við ósk hans um afsögn.

Kristján Möller, samgönguráðherra, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar i norðausturkjördæmi. Jóhanna Sgurðardóttir forsætisráðherra verður í fyrsta sæti Samfylkingar i Reykjavík, Ingibjörg Sólrún í öðru og Össur í þriðja.

Þetta kallast endurnýjun innan Samfylkingarinnar og á álíka mikið erindi sem svar við bankahruninu og breyting á kosningalögum og stjórnarskrá, sem ég ræði í pistli mínum í dag.

Hafi utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rætt við utanríkisráðherra annarra landa um Icesave-málið og haldið fram málstað þjóðarinnar skuldar hún ríkisstjórn, utanríkismálanefnd og þjóðinni allri skýrslu um það. Ég fjallaði um Icesave-málið í grein á amx.is í vikunni.