Þriðjudagur, 10. 02. 09.
Ritaði grein í Morgunblaðið í dag til að andmæla níðgreinum Jón Baldvins Hannibalssonar í blaðinu um Sjálfstæðisflokkinn.
Fréttirnar frá útlöndum um samtöl forsetahjónanna við erlenda blaðamenn vekja vaxandi undrun. Hið einkennilega er, að engu er líkara en blaðamennirnir telji forsetann hafa einhvern afskiptarétt af framkvæmd stjórnarstefnu. Þessar ranghugmyndir hljóta að stafa frá forsetaembættinu sjálfu, því að engum öðrum dettur í hug að halda slíku fram.
Óhjákvæmilegt er, að forsætisráðherra og/eða utanríkisráðherra birti opinbera yfirlýsingu til að árétta inn á við og út á við, að forseti Íslands beri enga ábyrgð á stjórnarathöfnum. Vandinn er sá, að forseti Íslands getur bundið þjóðina að þjóðarétti með yfirlýsingum sínu. Þeim mun brýnna er, að öllum sé sem best ljóst, hvert hlutverk forsetans er.