4.1.2009 19:48

Sunnudagur, 04. 01. 09.

Skyldi fréttamaður sjónvarps ríkisins hafa búist við því í kvöld, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segði henni og þjóðinni, að Evrópuumræða Samfylkingarinnar væri aðeins átylla til stjórnarslita?

Í pistli mínum í gær ályktaði ég, að færi Samfylking í ríkisstjórn með vinstri/grænum að loknum þingkosningum í vor, en formenn beggja flokka hefðu rætt vorkosningar, væri unnt að líta á kröfu formanns Samfylkingarinnar um nýja Evrópustefnu á hendur Sjálfstæðisflokknum sem átyllu fyrir að slíta stjórnarsamstarfinu.

Rökrétt spurning fréttamanns til Ingibjargar Sólrúnar af þessu tilefni hefði verið, hvort hún kynni að fara í stjórn með vinstri/grænum að loknum þingkosningum, þrátt fyrir andstöðu þeirra gegn Evrópusambandsaðild.