7.9.2008 21:00

Sunnudagur, 07. 09. 08.

Í Morgunblaðinu birtist athugasemd frá mér vegna spurninga Staksteina til mín um evruna.

Laugardalslaugin verður lokuð fram á fimmtudag vegna viðhalds og endurbóta. Undanfarið hefur hópurinn, sem er kominn klukkan 06.30 fengið afhenta aðgöngumiða, sem ber að renna yfir ljósgeisla til að opna inngönguhlið. Líklega er þetta einhvers konar smartkort, en borgin hefur varið hundruð milljóna til að þróa þau. Sé þetta árangurinn, mælist hann ekki vel fyrir, auk þess er dreifingin á pappírsmiðunum ekki umhverfisvæn.  Þá virðist kerfið aðeins virka öðru hverju.  Skyldi þessu verða kippt í liðinn við lokunina?

Skrifaði pistil og setti hann á síðuna.