7.6.2008 13:13

Laugardagur, 07. 05. 08.

Hinn 21. maí var ný flugstöð tekin í notkun á Findel-flugvelli í Lúxemborg. Glæsilegt og mikið mannvirki. Starfsmaður sagði hana reynast vel. Eitt er víst, að nógu er hún stór.

Í dag birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu um hleranir.

Ég vek athygli lesenda síðu minnar á nýútkomnu hefti af Þjóðmálum. Þar er eins og áður mikið af góðu efni. Þorsteinn Sæmundsson segir sögu Varins lands - og var tími til þess kominn að skrá hana. Vilhjálmur Eyþórsson skrifar um villu vinstrisinna með vísan til Víetnam-stríðsins. Ágúst H. Bjarnason ræðir um loftlagsmál og segir náttúrukrafta ráða meiru en framlag okkar mannanna. Ég birti vegvísi um Evrróuumræðuna. Margt fleira forvitnilegt er þarna að lesa og hvet ég alla áhugamenn um þjóðmál að kynna sér efni tímaritsins í traustri ritstjórn Jakob F. Ásgeirssonar.