6.1.2007 22:45

Laugardagur, 06. 01, 07.

Eftir of langa fjarveru komumst við í Fljótshlíðina. Við fórum í Sögusetrið á Hvolsvelli og skoðuðum málverkasýningu Jónda, Jóns Kristinssonar í Lambey, en þar hefur hann Gallerí Lambey.

Um kvöldið var álfadans og brenna á vegum UMF Þórsmörk hjá Goðalandi. Þangað komu nokkur hundruð manns í góðu veðri. Álfar dönsuðu og sungu og skotið var flugeldum. Þessi brenna hefur verið árlega, ef veður leyfir, í meira en 100 ár.

Morgunblaðið  birti grein eftir mig í dag. Hún snýst um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hættum á fyrstu árum kalda stríðsins. Ég skrifaði hana vegna þess að mér þótti Guðni Th. Jóhannesson fara villur vega í bókinni Óvinir ríkisins og enn vitlausari væri umsögn Jóns Ólafssonar prófessors á Bifröst um bókina.