20.9.2006 21:58

Miðvikudagur, 20. 09. 06.

Þingvallanefnd hittist á fundi síðdegis á Þingvöllum - fórum við í skoðunarferð um þjóðgarðinn og kynntum okkur framkvæmdir sumarsins með Sigurði K. Oddssyni þjóðgarðsverði.

Í Morgunblaðinu birtist svar mitt við óvildargrein Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs Group, í minn garð.

Í Morgunblaðinu birtist einnig svar mitt við ávirðingum Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings í minn garð vegna færslu gagna úr dóms- og kirkjumálaráðuneyti í Þjóðskjalasafn.