17.6.2006 18:50

Laugardagur, 17. 06. 06.

Fórum rúmlega 10.00 niður í alþingishús en þaðan var gengið fylktu liði um klukkan 10.30 út á Austurvöll en þar voru þjóðhátíðarhöld með hefðbundnu sniði.

Í stað þess að ganga til kirkju hröðuðum við okkur austur í Fljótshlíð en þar flutti ég ræðu á hátíð heimamanna í Goðalandi.

Handboltaliðið náði glæsilegum árangri gegn Svíum og tyggði sér þátttöku í HM.

Skýrt var frá því, að kærunefnd útboðsmála hefði komist að þeirri niðurstöðu, að Reykjavíkurborg undir stjórn R-listans hefði ekki staðið rétt að útboði um hugmyndasamkeppni vegna Vatnsmýrarinnar. Ég minni á það, sem ég hef skrifað um þetta mál hér á síðunni, en samkeppnin átti að vera skrautfjöður hjá Degi B. Eggertssyni fyrir kosningarnar. Nú kemur í hlut sjálfstæðismanna að leiðrétta mistökin. Raunar hef ég verið þeirrar skoðunar, að ótímabært sé á þessu stigi að fara í þessa samkeppni, fyrst þurfi að taka pólitískar ákvarðanir um framtíð flugvallarins.