1.3.2020 9:43

Myndir frá hlaupársdegi 2020

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru við Perluna á Öskjuhlíð á hlaupársdag kl. 11.17. Þá er ein mynd tekin nokkru síðar á klassískum myndatökustað mínum í Fossvogskirkjugarði.

Ari Páll Kristinsson segir í þætti Morgunblaðsins um íslenskt mál laugardaginn 29. febrúar, hlaupársdag:

„Heitið hlaupár í tímatali okkar tengist því að hlaupa yfir vikudag. Viðbótardagur í hlaupári veldur því nefnilega að allar dagsetningar sem á eftir koma lenda óhjákvæmilega einum vikudegi seinna en ella hefði verið. Það var laugardagur þegar við fögnuðum degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2019 en hlaupárið 2020 veldur því að nú lendir 16. nóvember á mánudegi en ekki á sunnudegi eins og annars hefði mátt vænta. Við munum með öðrum orðum hlaupa yfir sunnudaginn.“

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru við Perluna á Öskjuhlíð á hlaupársdag kl. 11.17. Þá er ein mynd tekin nokkru síðar á klassískum myndatökustað mínum í Fossvogskirkjugarði.

Sérstök athygli er vakin á sólarmyndinni. Hún er tekin í austur frá Perlunni. Hæð sólar má bera saman við myndirnar sem hérvoru birtar 4. febrúar . Þær myndir voru teknar rétt fyrir kl. 12.00 skammt vestan við hús Veðurstofunnar við Bústaðaveg.

11.17IMG_0951IMG_0953IMG_0956IMG_0957