Fjórir bæir í Portúgal
Að þessu sinni lá ferðin norður fyrir Lissabon
Laugardaginn 10. september fór MR64 árgangurinn sem nú er í Lissabon norður fyrir borgina og heimsótti fjóra bæi: kastalabæinn Óbidos, strandbæinn Nazaré, klausturbæinn Batalha og pílagrímabæinn Fatima.
Ferðin hófst frá hótelinu klukkan 09.00 og lauk 17.45
Hér fyrir neðan eru myndir frá bæjunum fjórum. Flestar fá Fatíma. Þangað lá ferð okkar Rutar ekki í fyrsta skipti að þessu sinni. Ég hef drepið á bæinn oftar en einu sinni hér á síðunni, sjá til dæmis.
Frá Óbidos:
Frá Nazaré:
Klausturkirkjan í Batahla:
Frá Fatima:
Trúaðir ganga með kerti og kveikja á þeim við hliðina á bænastaðnum.
Í Fatima geta allt að 300.000 manns komið saman til þátttöku í helgistundum og páfamessum.