5.4.2020 12:15

Vorkoman hér og þar

Fáir voru á ferli. Lengra var almennt á milli þeirra sem hittust en tveir metrar. Engar reglur voru því brotnar með heilsubótargöngunni.

Í morgun, sunnudag 5. apríl, var -1 gráða í Reykjavík og gul viðvörun. Spáin er þannig:

„Norðaustan 20-28 m/s og mjög snarpar vindhviður við fjöll. Snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.“

IMG_1076IMG_1075Fáir voru á ferli. Lengra var almennt á milli þeirra sem hittust en tveir metrar. Engar reglur voru því brotnar með heilsubótargöngunni.

Bretland

Í Bretlandi glíma yfirvöld við þann vanda nú um helgina að halda fólki innan dyra í lokkandi sól og vorveðri. Spáð er yfir 20 stoga hita í fyrsta sinn síðan í október 2019.

Breski heilbrigðisráðherrann, Matt Hancock, segir að til þess kunni að koma að banna verði heilsubótargöngur virði menn ekki reglurnar um að halda sig heima og hafa hæfilega lengd á milli sín og annarra utan dyra.

Uk

Ráðherrann sagði að morgni sunnudags 5. apríl að bannað væri að fara í sólbað og það væri „í raun ótrúlegt“ að fólk færi að heiman án þess að eiga brýnt erindi. Það færi allt eftir því hvernig fólk hagaði sér hvenær losað yrði um bannreglurnar.